Viðburður vetrarskóla iFEMPOWER í vikunni 4. febrúar 2021

Viðburður vetrarskóla iFEMPOWER í vikunni

Háskólinn á Bifröst hefur frá árinu 2018 tekið þátt í alþjóðaverkefninu iFEMPOWER. Verkefnið er samstarfsverkefni (KA2) styrkt af Erasmus+ menntaáætluninni. Aðalmarkmið verkefnisins er að valdefla konur til þátttöku í ýmis konar frumkvöðlastarfsemi. 9 aðilar eru að verkefninu frá 7 Evrópulöndum.

Á Bifröst er löng hefð fyrir því að valdefla konur til þátttöku í samfélaginu og atvinnulífinu, svo sem í gegnum Mátt kvenna, og fagnaði Háskólinn á Bifröst því þátttöku í verkefninu. Á Bifröst hefur nú verið þróað námskeiðið Konur fara í rekstur – ný fyrirtæki og frumkvöðlar sem kennt hefur verið á BS-stigi af Sigrúnu Lilju Einarsdóttur, Jóni Snorra Snorrasyni og Einari Svanssyni. Námskeiðið byggir á námskrá á sviði rekstrar og nýsköpunar, með áherslu á frumkvöðlastarf kvenna, sem þróuð var í samstarfi þeirra aðila sem koma að iFEMPOWER.

Framundan er að opna stuðningsskrifstofu fyrir kvenfrumkvöðla. Þar gætu kvenfrumkvöðlar fengið ráðleggingar hvað varðar hina ýmsu þætti frumkvöðlastarfsemi. Markmiðið með skrifstofunni væri að styðja við kvenfrumkvöðla og gera þeim kleift að yfirstíga þær ýmsu hindranir sem staðið geta í vegi fyrir frumkvöðlum, og þá sérstaklega kvenfrumkvöðlum.  

Fimmtudaginn 4. febrúar stendur iFEMPOWER fyrir netviðburði í tengslum við nýlega vinnu með nemendum í vetrarskóla iFEMPOWER. Búast má við áhugaverðri dagskrá og er þema viðburðarins: Hvernig hugmynd verður að fyrirtæki. Dagskrá dagsins, sem og skráningarhlekk á viðburðinn, má finna hér. Deginum er skipt í tvo parta og er fyrri parturinn frá 9-11 og seinni parturinn frá 13.30-16.30.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta