Námskrá inniheldur upplýsingar um skipulag náms, kennsluaðferðir og námskeiðslýsingar ásamt lýsingu á þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem nemendur eiga að búa yfir að námi loknu.
Máttur kvenna er 11 vikna nám fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja. Kennsla fer fram í fjarnámi og geta nemendur hlustað á fyrirlestra á netinu og unnið verkefnin hvenær sem þeim hentar. Fyrirlestrar eru fjórir til fimm í hverju námskeiði og eru birtir á fjarnámsvef skólans samkvæmt kennsluáætlun hvers námskeiðs. Þar að auki eru kennslustundir á vinnulotum þar sem lögð verður áhersla á hópavinnu nemenda. Vinnuhelgi er í upphafi og um miðbik námsins en náminu lýkur með formlegri útskrift.
Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 10. janúar
Nýtt námskeið hefst 18. janúar 2019
Vinnuhelgar verða 18. - 19. janúar og 16. - 17. febrúar 2019
Útskrift verður 12. apríl 2019
Máttur kvenna er nú skipulagt með nýju sniði. Nýnæmið felst fyrst og fremst í því að nú verður enn meiri áhersla lögð á hagnýtingu námsins, auk þess sem vinsæl námskeið eins framsækni og tjáningu með Sirrý og fræðsla um nýsköpun og frumkvöðla munu fá aukið vægi. Jafnframt verða ný námskeið kennd eins og stofnun fyrirtækja og rekstrarform. Þá hefur einnig verið bætt við vinnuhelgi um miðbik námsins.
Engar sérstakar forkröfur eru gerðar varðandi fyrra nám. Þátttökugjald er kr. 172.000. Innifalið í verðinu eru öll námsgögn og tvær vinnuhelgar með gistingu í tveggja manna herbergi og fæði. Námið veitir ekki einingar.
Námskrá inniheldur upplýsingar um skipulag náms, kennsluaðferðir og námskeiðslýsingar ásamt lýsingu á þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem nemendur eiga að búa yfir að námi loknu.
|