Háskólinn á Bifröst gaf þátttakendum í vísindaferð Gulleggsins bita af „skýi“ til að minna á sig og gæðaháskólanám í fjarnámi.

Háskólinn á Bifröst gaf þátttakendum í vísindaferð Gulleggsins bita af „skýi“ til að minna á sig og gæðaháskólanám í fjarnámi.

31. október 2023

Við erum í skýinu

Háskólinn á Bifröst var í vísindaferð Gulleggsins, sem fór nýlega fram í Grósku, Reykjavík. Að þessu sinni var fróðleiksþyrstum háskólanemum boðið upp á kandífloss með því fororði að allir væru velkomnir í skýið hjá Háskólanum á Bifröst.

Var þessu kostaboði almennt vel tekið og gæddi fjöldi háskólanema sér á fagurbláu og -bleiku kandíflossi. Þar á meðal var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra, sem kunni af svipnum að dæma vel að meta uppátækið.

Um fyrstu vísindaferð skólaársins er að ræða og var mæting framar öllum vonum. HB verður svo að sjálfsögðu á staðnum í næstu vísindaferðum, en næsta vísindaferð verður á Akureyri, þann 17. nóvember nk.

Nánar um vísindaferð í Grósku

Á meðfylgjandi mynd má sjá Helgu Guðrúnu Jónasdóttur, samskiptastjóra HB ásamt ráðherra. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta