Frá vinnustofu ungmenna um byggðabrag.

Frá vinnustofu ungmenna um byggðabrag.

6. maí 2025

Verkfærakista unga fólksins um byggðabrag

Rödd unga fólksins fékk að heyrast á vinnustofu um Byggðabrag sem haldin var í febrúar og núna eru niðurstöður birtar í lokaskýrslu á vegum Rannsóknarseturs í byggða- og sveitarstjórnarmálum. Ungmennin fengu fræðslu um samfélagsleg málefni, byggðabrag, ýtiafl, togkraft og slúður. Þau tók fengu svo að segja sínar skoðanir á skýrslu rannsóknarsetursins um byggðabrag og raða á eigin hátt upp þeim áherslum sem þar eru. Skemmtilegt verkefni sem vonandi leiðir til áframhaldandi vinnu með ungu fólki. Gréta Bergrún Jóhannesdóttir sérfræðingur á rannsóknarsetrinu stýrði verkefninu.