20. júlí 2022

Velkominn til starfa

Dr. Bjarni Már Magnússon hefur verið skipaður prófessor við lagadeild. Við bjóðum Bjarna hjartanlega velkominn til starf við Háskólann á Bifröst.

Fræðilegt sérsvið Bjarna Más er þjóðaréttur, einkum á sviði hafréttar. Jafnframt hefur hann fengist við rannsóknir í kynjajafnrétti í íþróttum.

Bjarni Már lauk árið 2013 doktorsnámi við lagadeild Edinborgarháskóla. Á árinu 2007 hlaut hann sitt hvora meistaragráðuna, annars vegar í haf- og strandrétti við lagadeild háskólans í Miami og hins vegar í alþjóðasamskiptum við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Grunnnámi í lögfræði lauk hann við Háskóla Íslands árið 2005 og einnig hlaut hann á því sama ári diplómu í hafrétti við Ródósarakademíunni. Þá hlaut Bjarni Már hdl réttindi árið 2008.

Bjarni Már er höfundur bókarinnar The Continental Shelf beyond 200 Nautical Miles: Delineation, Delimitation and Dispute Settlement (Brill/Nijhoff 2015). Auk þess hefur Bjarni birt greinar í tímarit á borð við International and Comparative Law Quarterly, Indian Journal of International Law, International Journal of Marine and Coastal Law og Ocean Development and International Law.

Þess má svo geta að Bjarni Már hefur sinnt ráðgjafarstörfum fyrir íslenska ríkið, erlend ríki, alþjóðastofnanir og einkaaðila, auk þess sem hann hefur flutt fyrirlestur við vísindaakademíu Bandaríkjanna.

 
Mjög áhugavert viðtal við Bjarna Má birtist nýlega á mbl.is þar sem hann segir skemmtilega frá námi sínu og störfum. Nálgast má viðtalið hér: „Allt móður minni að kenna“ (mbl.is)

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta