Heiður Ósk fyrir framan starfsstöð Háskólans á Bifröst í Borgartúni 18, með Höfða í baksýn.

Heiður Ósk fyrir framan starfsstöð Háskólans á Bifröst í Borgartúni 18, með Höfða í baksýn.

24. ágúst 2023

Velkomin til starfa

Heiður Ósk Pétursdóttur er nýr mannauðsstjóri við Háskólann á Bifröst og er hún boðin hjartanlega velkomin til starfa.

Heiður Ósk er með bakkalárgráðu í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Fjallaði meistararitgerð hennar um áhrif þjálfunar, þróunar, frammistöðumats og starfsmannasamtala á viðhorf, upplifun og hegðun starfsfólks.

Þá hefur Heiður Ósk verið stundakennari við Háskólann á Bifröst og auk þess aðstoðað við gagnaöflun vegna CRANET rannsóknar ársins 2021, alþjóðlegrar langtímarannsóknar á sviði mannauðsstjórnunar.

Áður starfaði Heiður Ósk sem mannauðsstjóri hjá Snælandi Grímssyni, en hún hefur lengst af starfað í ferðaþjónustu. Starfsferill hennar þar spannar breitt svið eða allt frá almennum þjónustustörfum að starfsmannastjórnun.

Heiður Ósk tekur við af Huldu Dóru Styrmisdóttur sem lét nýverið af störfum hjá háskólanum. Er Huldu Dóru þökkuð vel unnin störf og óskum við henni alls góðs á nýjum starfsvettvangi.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta