Velkomin til starfa
Anna Þórunn Reynis er boðin velkomin til starfa en nýlega tók hún tímabundið við starfi fjármálastjóra hjá Háskólanum á Bifröst. Anna Þórun lærði viðskiptafræði við Háskóla Íslands og fór strax að útskrift lokinni til Teymis-Oracle á Íslandi, þar sem hún starfaði sem fjármálastjóri frá stofnun fyrirtækisins. Þá starfaði hún lengi hjá Landsbankanum, en þaðan réðst hún svo til Sparisjóðabankans sem framkvæmdastjóri viðskiptasviðs.
Frá Sparisjóðabankanum lá leið Önnu til Kortaþjónustunnar (nú Rapyd) þar sem hún var fjármálastjóri og kom það m.a. í hennar hlut að innleiða fjárhagskerfi fyrir kortagreiðslur ásamt samskiptunum við færsluhirðingarkerfið, sem enn er í notkun.
Síðustu ár hefur hún verið í fjármálunum hjá Vegagerðinni en stofnunin var fyrst til að taka eingöngu við rafrænum reikningum.
Anna tekur við starfinu af Margréti Vagnsdóttur, sem kveður nú Háskólann á Bifröst eftir ríflega 10 ára farsæl störf, þ.á.m. sem aðalbókari og nú síðast fjármálastjóri. Er Margréti þakkað fyrir hennar góðu störf í þágu háskólans.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta