Velkomin til starfa
Ása Sigurlaug Harðardóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri kennslufræða við Háskólann á Bifröst og bjóðum við hana hjartanlega velkomna til starfa.
Ása er með BS gráðu í jarð- og landfræði og mastersgráðu í landfræði frá Frakklandi. Hún er með gráðu í uppeldis- og kennslufræðum á meistarastigi og leyfisbréf til kennslu.
Ása var forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar og verkefnastjóri á teiknistofunni Landlínum í Borgarnesi við gerð aðalskipulagsáætlana Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar, áður en hún sneri sér alfarið að störfum í menntageiranum.
Árið 2008 hóf Ása eigin rekstur við einkakennslu í stærðfræði, íslensku, frönsku og ensku, þýðingum og prófarkarlestri. Þá hefur Ása kennt og séð um ýmis tæknimál við framhaldsskólana MK og MH, sem og grunnskólana Landakotsskóla, þar sem hún var stærðfræðikennari unglingastigs og Fellaskóla, þar sem hún tók að sér tímabundið umsjón og íslenskukennslu flóttanemenda síðasta vetur.
Á meðal þess sem Ása hefur kennt á framhaldsskólastigi má nefna upplýsingatækni, Excel, kortagerðarforritið ArcGIS, umhverfisfræði, jarðfræði, þjónustusamskipti, ferðafræði, landfræði, franska og norska. Veturinn 2018-2019 bjó hún í Noregi og sinnti þá stundakennslu við Framhaldsskólann í Arendal.
Þess má svo geta að Ása er jafnframt menntaður heilsumarkþjálfi frá Kanada og er líkamsrækt, persónuþroski og geðrækt hennar lykilástríður. Ása talar reiprennandi frönsku, norsku og ensku.
Verkefnastjóri kennslufræða er ný staða við Háskólann á Bifröst. Ása mun halda utan um námskeiðahald og kennslufræðilega ráðgjöf, þróun á kennslufræði stafræns náms og lausna í stafrænni kennslu, aðstoð við náms- og kennsluskrárvinnu, kennslumat og umsjón með staðlotum grunnnáms.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta