21. apríl 2024
Velkomin til starfa
María Stefáns Berndsen er boðin velkomin til starfa, en hefur verið ráðin prófstjóri við Háskólann á Bifröst.
María er með MS í stjórnun og stefnumótun frá HÍ auk viðbótardiplóma í kennslufræðum og verkefnastjórnun. Síðast starfaði hún sem verkefnastjóri hjá Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista. Þá var hún aðjúnkt í stafrænni miðlun og nýsköpun við hugvísindasvið Háskóla Íslands, auk þess að vera verkefnastjóri hjá Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands.
Er María boðin hjartanlega velkomin til starfa við Háskólann á Bifröst.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta