Ljósmyndin var tekin á staðlotu grunnnema um síðustu helgi og er af nemendum í námskeiðinu Framsækni og örugg tjáning.

Ljósmyndin var tekin á staðlotu grunnnema um síðustu helgi og er af nemendum í námskeiðinu Framsækni og örugg tjáning.

13. september 2023

Valinkunnir gestafyrirlesarar væntanlegir

Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Árni Magnússon, forstjóri Íslenskra orkurannsókna og fyrrverandi ráðherra, eru á meðal margra valinkunnra gestafyrirlesara á staðlotu meistaranema og háskólagáttar um næstu helgi.

Árni kemur sem gestur Haraldar Daða Ragnarssonar í námskeiðinu Stefnumótun og framtíðarsýn, en Halla verður aftur á móti gestafyrirlesari í Nýsköpun í skapandi greinum, námskeiði sem Bárður Örn Gunnarson kennir.

Af öðrum áhugaverðum gestafyrirlesurum má nefna Hinrik Sigurður Jóhannessonar, framkvæmdastjóra mannauðs og ferla hjá Advania, sem verður gestur Arneyjar Einarsdóttir í námskeiðinu Mannauðsstjórn. Guðbjörg Björnsdóttir, MBA og BA í uppeldis- og menntunarfræðum verður gestur Þóru Þorgeirsdóttur í Vinnusálfræði og Chris Mastra, Fullbright Consulant frá Davenport University háskólanum í Michigan í Bandaríkjunum og sérfræðingur í samskiptatækni og hópvinnu verður með Einar Svanssyni í námskeiðinu Stjórnunarhættir og skipulag.

Þá verður Laufey Lúðvíksdóttir, CRM sérfræðingur hjá hinu þekkta tískuhúsi Marlene Birger, gestafyrirlesari hjá Haraldi Daða Ragnarssyni í námskeiðinu Stjórnun samskipta við viðskiptavini. Skúli S. Ólafsson fær sr. Heiðrúnu Helgu Bjarnadóttur í heimsókn í námskeiðinu Þjónandi forysta og Halldóra Traustadóttir, sem er með námskeiðið Ákvarðanataka og líkanagerð fær í heimsókn Evu Kristinsdóttur, skrifstofustjóra Verkefnastofu á Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hún mun fjalla um hvað verkefnastofur gera og nefna dæmi um stór verkefni hjá Reykjavíkurborg, sem skrifstofan heldur utan um og hvernig vinnustofur eru nýttar til að safna upplýsingum í verkefnum.

Þess má svo geta, að það stefnir í afar góða skráningu á staðlotu meistaranema og háskólagáttar, dagana 15. til 17. september nk. Líkt og hjá grunnnemum verður staðlotan haldin í Hjálmakletti í Borgarnesi, og er þess skemmst að minnast að aðstaða öll og aðbúnaður þar mæltist vel fyrir.

Ljósmyndin hér að ofan var svo einmitt tekin á staðlotu grunnnema um síðustu helgi, en þarna má sjá nemendur Sirrýjar (Sigríðar Arnardóttur) sækja sér orku í fjöllin, hafið og félagsskapinn  í námskeiðinu Framsækni örugg tjáning. (Ljósm. Ása Sigurlaug Harðardóttir).

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta