Úttekt á viðbrögðum stjórnvalda við COVID19 1. september 2021

Úttekt á viðbrögðum stjórnvalda við COVID19

Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, dósent, hefur verið skipuð formaður þriggja manna nefndar, sem leggja mun faglegt mat á áfallastjórnun stjórnvalda vegna COVID19 faraldursins.

Aðrir nefndarmenn eru Guðný Björk Eydal, prófessor við Háskóla Íslands og Trausti Fannar Valsson, dósent við Háskóla Íslands, en nefndina skipaði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að því er segir á vef stjórnarráðsins.

Á meðal verkefna er úttekt á viðbúnaði stjórnvalda, þ.e. hversu vel voru íslensk stjórnvöld í stakk búin til að takast á við faraldurinn. Einnig verður ákvarðanataka rýnd, hvernig upplýsingum var miðlað og hvernig reynsla hafi verið nýtt jafnóðum í rauntíma endurmati og endurskoðun á gildandi stefnu og áætlanagerð.

Þá mun nefndin jafnframt fjalla um samfélagsleg áhrif faraldursins. Gert er ráð fyrir að nefndin hafi lokið störfum í síðasta lagi 1. mars 2022.

Myndasafn

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta