Ráðherra ásamt fulltrúum háskólanna við úthlutun úr Samstarfi sjóðanna í Grósku í dag. Viðstaddur fyrir hönd Háskólans á Bifröst var Stefan Wendt, staðgengill rektors og deildarforseti viðskiptadeildar (annar f.v.).

Ráðherra ásamt fulltrúum háskólanna við úthlutun úr Samstarfi sjóðanna í Grósku í dag. Viðstaddur fyrir hönd Háskólans á Bifröst var Stefan Wendt, staðgengill rektors og deildarforseti viðskiptadeildar (annar f.v.).

30. janúar 2024

Úthlutað úr Samstarfi háskólanna

Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir, ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar, kynnti úthlutanir úr Samstarfi háskólanna, sjóði sem settur var á fót á síðasta ári til að greiða fyrir auknu samstarfi á milli háskóla eða sameininga.

Var Háskólanum á Bifröst ásamt Háskólanum á Akureyri úthlutað 200 m.kr. vegna fyrirhugaðra sameiningarviðræðna háskólanna. Þá var rannsóknasjóði sameinaðs háskóla HA og HB jafnframt úthlutað 250 m.kr. og var það jafnframt hæsta einstaka úthlutun úr sjóðnum, að þessu sinni. Samtals var því úthlutað 450 m.kr. úr samstarfssjóðnum vegna sameiningar háskólanna.

Jafnframt hlaut stofn­un há­skóla­sam­stæðu Há­skóla Íslands og Há­skól­ans á Hólum 200 m.kr styrk. 

Þá hlutu fimm önnur verkefni sem Háskólinn á Bifröst á aðild að einnig styrk úr sjóðnum, fjögur þeirra úr verkefnaflokknum Stjórnsýsla, stoðþjónusta og nýting innviða og eitt úr Nýsköpun í háskólastarfi. Þess má geta að það síðastnefnda snýr að þróun örnáms í framleiðslu í skapandi greinum í samstarfi við Listaháskóla Íslands.

Stefan Wendt, deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst og staðgengill rekstors var fulltrúi HB á kynningu ráðherra í dag, en Margrét Jónasdóttir Njarðvík, rektor HB, er stödd erlendis um þessar mundir. 

„Ánægjulegt er að sjá að Háskólinn á Bifröst á aðild að fimm af þeim 27 verkefnum sem falla undir samstarf háskóla. Þá var fjármögnun eitt af skilyrðum þess að viðræður um sameiningu HB og HA gætu hafist. Það var því ekki síður ánægjulegt, að umsókn vegna sameiningu þeirra fékk hæstu úthlutun sjóðsins að þessu sinni,“ sagði Stefan í tilefni af kynningu ráðherra í dag.

Til úthlutunar var ríflega hálfur annar milljarður króna til samtals 36 verkefna. Þar af runnu ríflega 700 m.kr til Sameiningar háskóla, um 330 m.kr til verkefna sem heyra undir Stjórnsýslu, stoðþjónustu og nýtingu innviða, tæplega 260 m.kr til Lausna við samfélagslegum áskorunum, tæplega 250 m.kr til Stjórnsýslu, stoðþjónustu og nýtingu innviða, ríflega 100 m.kr til Iðkunar á þriðja hlutverki háskóla og loks hlutu verkefni sem heyra undir Alþjóðlega sókn íslenskra háskóla og alþjóðavæðingar rúmar 10 m.kr.

Nánari upplýsingar um einstök verkefni og styrkfjárhæðir

Sjá frétt á vef ráðuneytisins um úthlutunina

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta