Umsóknarfrestur rennur út 20. janúar í Gulleggið 12. janúar 2015

Umsóknarfrestur rennur út 20. janúar í Gulleggið

Gulleggið er frumkvöðlakeppni Klak Innovit sem haldin er að fyrirmynd MIT háskóla í Bandaríkjunum og VentureCup á Norðurlöndunum. Háskólinn á Bifröst er samstarfsaðili Gulleggsins.

Meginmarkmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja. Keppnin er orðin gæðastimpill á viðskiptahugmyndir og fyrir frumkvöðla sem munu á næstu árum laða að enn fleiri styrki, fjárfesta, skapa ný störf og verðmæti fyrir íslenskt þjóðfélag.

Sæktu um hérna.