Tyrfingur verður heiðursgestur
Hátíðarkvöldverður meistaranema og háskólagáttar verður næstkomandi föstudagskvöld í Kringlunni og hefst kvöldverðurinn kl. 19:00 á fordrykk.
Heiðursgestur kvöldsins er enginn annar en Tyrfingur Tyrfingsson, eitt virtasta leikritaskáld samtímans hér á landi.
Tyrfingur var alinn upp í Borgarnesi. Hann er þekktastur fyrir leikrit sín Sjö ævintýri um skömm, Kartöfluæturnar, Helgi Þór rofnar og Bláskjá, en þar að auki samdi hann handritið að kvikmyndinni Villibráð. Verk hans hafa verið sýnd í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu, þýdd á fjöldamörg tungumál, gefin út víða um heim og boðið á margar af helstu leikhúshátíðum Evrópu, þar á meðal hina þekktu Avignon hátíð í Frakklandi.
Tyrfingur brautskráðist frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og stundaði í kjölfarið framhaldsnám við Goldsmiths, University of London. Á lokaári við Listaháskólann var Tyrfingur skiptinemi við Janácek Academy of Music and Performing Arts í Tékklandi. Hann býr í Amsterdam. Um ræðir frábært tækifæri til að búa til stemningu með nemendum okkar.
Reiddur verður fram glæsilegur þriggja rétta kvöldverður, sem er að sjálfsögðu einnig í boði í grænum búningi fyrir grænkera.
Þetta verður frábært kvöld og eru áhugasöm hvött til að tryggja sér miða strax.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta