Frá fundi verkefnisins í Gullfossi, fundarsal Fosshótels Reykjavík, í gær.

Frá fundi verkefnisins í Gullfossi, fundarsal Fosshótels Reykjavík, í gær.

1. júní 2023

Týnda þúsaldarkynslóðin

Fjölþjóðlega EEA verkefnið týnda þúsaldarkynslóðir eða Lost Millennials stendur fyrir nokkurra daga starfs- og samráðsfundi í Reykjavík.

Háskólinn á Bifröst er á meðal samstarfsaðila innan þessa viðamikla rannsóknaverkefnis, sem snýr að þeim hluta ungs fólks sem er aldrinum 25 til 29 ára, en er án atvinnu, menntunar og þjálfunar, svonefndur NEET hópur (e. not in employment, education or training) og býr í dreifbýli.

Rannsóknin beinist að þeim margvíslegum hindrunum sem þessi hópur kann að mæta varðandi atvinnuþátttöku og hvernig megi bæta úr þeim. Þar sem þessi hópur er lítt sýnilegur í samfélaginu og leitar sér almennt ekki aðstoðar, vísar heiti verkefnisins til hans sem „týndu þúsaldarkynslóðarinnar“ eða „Lost Millennials“.

Almennur bakgrunnur þessarar týndu þúsaldarkynslóðar er sá, að árin skömmu eftir efnahagskreppuna 2008 hafa haft veruleg áhrif á þróun mála innan hópsins, aðallega með því að byggja upp óvissu- og óöryggistilfinningu varðandi mögulega þátttöku á vinnumarkaði, sem getur svo aftur hafa dregið úr hvata til atvinnuþátttöku eða vilja til að mennta sig eða þjálfa m.t.t. atvinnuþátttöku.

Aðalmarkhópur verkefnisins Lost Millennials eru svo fræðimenn og sérfræðingar sem vinna með atvinnumál NEET 25 og eldri. 

Tengiliðir verkefnisins hjá Háskólanum á Bifröst eru dr. Bjarki Þór Grönfeldt, lektor og Sævar Ari Finnbogason, aðjúnkt.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta