Njörður Sigurjónsson, forseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst, ávarpar málþingið. Hjá honum stendur Andrea Guðmundsdóttir, fagstjóri Miðlunar og almannatengsla og fundarstjóri málþingsins.

Njörður Sigurjónsson, forseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst, ávarpar málþingið. Hjá honum stendur Andrea Guðmundsdóttir, fagstjóri Miðlunar og almannatengsla og fundarstjóri málþingsins.

23. maí 2022

Þróun og fagvæðing almannatengsla

Fróðlegir fyrirlestrar og umræður um þróun og fagvæðingu almannatengsla voru í forgrunni á áhugaverðu málþingi sem Háskólinn á Bifröst gekkst fyrir þann 21. maí sl. á Degi miðlunar og almannatengsla.

Öflugir aðilar úr atvinnulífinu deildu reynslu sinni um tengsl miðlunar og almannatengsla við skyldar atvinnugreinar á borð við markaðssetingu, auglýsingagerð og fréttamennsku á málþingi sem Háskólinn á Bifröst hélt í tilefni dagsins.

Málþingið fór fram á Hotel Hilton Reykjavík Nordica sl. laugardag. Erindi fluttu Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri og Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play Airlines, Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó og Ingvar Örn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Cohn & Wolfe.

Fyrirlestrar voru jafnframt sendir út í beinu streymi og má nálgast upptöku á þeim á FB-síðu Háskólans á Bifröst.

Þá sýndu nemendur í miðlun og almannatengslum jafnframt áhugaverð verkefni úr náminu og gafst gestum tækifæri á að efla tengslanetið við nemendur, kennara og aðila úr atvinnulífinu.

Fundarstjóri málþingsins var Andrea Guðmundsdóttir, fagstjóri Miðlunar og almannatengsla við Háskólann á Bifröst.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta