Njörður Sigurjónsson, forseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst, ávarpar málþingið. Hjá honum stendur Andrea Guðmundsdóttir, fagstjóri Miðlunar og almannatengsla og fundarstjóri málþingsins.
23. maí 2022Þróun og fagvæðing almannatengsla
Fróðlegir fyrirlestrar og umræður um þróun og fagvæðingu almannatengsla voru í forgrunni á áhugaverðu málþingi sem Háskólinn á Bifröst gekkst fyrir þann 21. maí sl. á Degi miðlunar og almannatengsla.
Öflugir aðilar úr atvinnulífinu deildu reynslu sinni um tengsl miðlunar og almannatengsla við skyldar atvinnugreinar á borð við markaðssetingu, auglýsingagerð og fréttamennsku á málþingi sem Háskólinn á Bifröst hélt í tilefni dagsins.
Málþingið fór fram á Hotel Hilton Reykjavík Nordica sl. laugardag. Erindi fluttu Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri og Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play Airlines, Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó og Ingvar Örn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Cohn & Wolfe.
Fyrirlestrar voru jafnframt sendir út í beinu streymi og má nálgast upptöku á þeim á FB-síðu Háskólans á Bifröst.
Þá sýndu nemendur í miðlun og almannatengslum jafnframt áhugaverð verkefni úr náminu og gafst gestum tækifæri á að efla tengslanetið við nemendur, kennara og aðila úr atvinnulífinu.
Fundarstjóri málþingsins var Andrea Guðmundsdóttir, fagstjóri Miðlunar og almannatengsla við Háskólann á Bifröst.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta