Þórný Hlynsdóttir ráðin nýr forstöðumaður bókasafns Háskólans á Bifröst
Þórný Hlynsdóttir hefur verið ráðin nýr forstöðumaður bókasafns Háskólans á Bifröst frá og með 1.september 2014 í stað Andreu Jóhannsdóttur sem lætur af störfum vegna aldurs. Þórný er með MLIS próf í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands og hefur veitt bókasafni Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri forstöðu síðan í júní 2013. Frá árinu 1992 hefur hún unnið í Þjóðarbókhlöðunni við ýmis störf, síðast veitti hún millisafnalánadeild safnsins forstöðu.
Andrea Jóhannsdóttir hefur stýrt bókasafni skólans síðan 2005 og byggt það upp af miklum metnaði og myndugleik. Háskólinn á Bifröst þakkar Andreu kærlega fyrir vel unnin störf í þágu skólans og óskar henni velfarnaðar. Jafnframt býður skólinn Þórnýju hjartanlega velkomna til starfa.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta