Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra, við undirritun samningsins í morgun í háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytinu.

Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra, við undirritun samningsins í morgun í háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytinu.

15. júní 2023

Þjónustusamningur undirritaður

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísindaráðherra og Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólan á Bifröst, undirrituðu í dag nýjan þjónustusamning ríkisins við háskólann.

Þjónustusamningurinn lýtur að verkefnum Háskólans á Bifröst sem menntastofnunar á háskólastigi og með hvaða móti háskólinn skuldbindur sig til að framfylgja þeim. Jafnframt er kveðið á um hvaða skuldbindingar ríkið tekur á sig á móti. Þá skilgreina þjónustusamningar sem þessi einnig réttindi og skyldur stærstu haghafa, s.s. nemenda, kennara og stjórnenda, svo að eitthvað sé nefnt af innihaldi samningsins.

Samningurinn rennur út á árinu 2027 og er gildistími hans því til fimm ára.