Þjónusta við nemendur Háskólans á Bifröst bætt 8. janúar 2021

Þjónusta við nemendur Háskólans á Bifröst bætt

Um áramótin voru gerðar breytingar á þjónustu kennslusviðs Háskólans á Bifröst við nemendur skólans. Í stað nemendaskrár þar sem til dæmis einn starfsmaður sér um innritun nemenda og annar um útskrift þeirra koma verkefnastjórar sem skipta með sér þjónustu við nemendur eftir deildum.

Nemendur leita þannig til sama verkefnatjóra frá innritun til útskriftar varðandi þjónustu í tengslum við námið, svo sem mat á fyrra námi, aðstoð við skráningu í og úr námskeiðum, námsferil, skráningu á vinnuhelgar, misserisverkefni o.fl. Sömuleiðis sinna verkefnisstjórarnir þjónustu við deildarforseta og kennara sinna deilda, svo sem ýmsar tölulegar upplýsingar sem tengjast skráningu, umsýslu vegna lokaritgerða o.fl.

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir kennslustjóri segir helstu breytingar gagnvart nemendum sami Verkefnastjóri aðstoði nú nemendur hvers sviðs með allt sem viðkemur náminu frá innritun til útskriftar. „Helsta breytingin gagnvart nemendum er að þjónusta við nemendur eykst og við höldum þeirri persónulegu nálgun sem einkennt hefur þjónustuna þrátt fyrir ört stækkandi háskóla,“ segir Halldóra Lóa.

Verkefnastjórarnir eru þrír og hafa vinnuaðstöðu í Guðmundarstofu við hlið móttöku skólans. Verkaskipting milli þeirra er sem hér segir:

Sólveig Hallsteinsdóttir

Verkefnastjóri háskólagáttar – haskolagatt@bifrost.is

Verkefnastjóri grunnnáms félagsvísindadeildar –  felagsvisindadeild@bifrost.is

Verkefnastjóri grunnnáms lagadeildar – lagadeild@bifrost.is

Helena Dögg Haraldsdóttir

Verkefnastjóri grunnnáms viðskiptadeildar – vidskiptadeild@bifrost.is

Guðrún Olga Árnadóttir

Verkefnastjóri meistaranáms – meistaranam@bifrost.is

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta