Teymið sem framkallar hugmyndina þína

Teymið sem framkallar hugmyndina þína

19. janúar 2022

Teymið sem framkallar hugmyndina þína

Samtal um skapandi greinar: Teymið sem framkallar hugmyndina þína

Tamara Gal-On er alþjóðlegur markþjálfi sem sérhæfir sig í að starfa með fólki innan skapandi greina. Hún hefur unnið bæði listamönnum og þeim sem starfa á bak við tjöldin á öllum sviðum geirans, en sérhæfing hennar snýr að aðstoð við að byggja upp teymi og skoða hvernig persónuleikar einkenna öfluga teymisvinnu.

Tamara verður gestafyrirlesari á Bifröst í boði skapandi greina, laugardaginn næstkomandi, þann 22. janúar.

Í fyrirlestrinum segir hún frá starfi markþjálfans og hvernig DISC persónuleikapróf geta gefið þeim sem eru að setja saman verkefnateymi ramma til að vinna með.

Fyrirlesturinn verður sendur út í opnu streymi á Facebooksíðu Háskólans á Bifröst kl. 13:00, laugardaginn 22 janúar, eins og áður segir.

Gestafyrirlestur Tamara Gal-On er hluti af vinnusmiðju hjá BA nemum í skapandi greinum við Háksólann á Bifröst Umsjón hafa Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri skapandi greina og Einar Hrafn Stefánsson, Hatarameðlimur, markaðsstjóri Íslenska dansflokksins og stundakennari í markaðsmálum.

Hér er svo hlekkur á frítt DISC próf fyrir þá sem vilja taka persónuleikapróf áður en þeir hlýða á fyrirlesturinn hjá Tamara Gal-On. https://www.crystalknows.com/disc-personality-test

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta