Bjarki í ræðupúltinu á ráðstefnu SSV í Breið, þann 26. október sl.

Bjarki í ræðupúltinu á ráðstefnu SSV í Breið, þann 26. október sl.

31. október 2023

Sveitarfélög á krossgötum

Bjarki Þór Grönfeldt, lektor við Háskólann á Bifröst, kynnti nýjustu skýrslu Rannsóknaseturs byggða- og sveitarstjórnarmála (RBS) á ráðstefnu sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) gengust nýlega fyrir í Breið, þróunarsetri á Akranesi. 

Skýrsluna vann Bjarki upp úr gögnum sem Vífill Karlsson,prófessor við Háskólann á Bifröst og ráðgjafi hjá SSV, hefur aflað á undanförnum árum með rannsóknum á byggðabrag, hugarfari og þeim huglægum þáttum sem haft geta áhrif á byggðaþróun.

Á ráðstefnunni gerði Vífill svo grein fyrir rannsóknum sem hann hefur einnig verið að gera og snúa að stærðarhagkvæmni í rekstri sveitarfélaga. Á meðal þess hann hefur verið að skoða í þeim efnum er hvort þjónusta í fámennum dreifbýlum sveitarfélögum breytist þegar þau verða hluti af stærra sveitarfélagi og hvort munur sé á þjónustu fjölmennra sveitarfélaga og þeirra sem eru enn fjölmennari.

Yfirskrift ráðstefnunnar var Sveitarfélög á krossgötum og sóttu hana ríflega 50 manns. Viðfangsefni ráðstefnunnar voru sameiningar sveitarfélaga og hvernig sveitarfélög geta laðað að sér aukinn fjölda íbúa og fyrirtækja. 

Þess má svo geta að fjöldi frummælenda úr sveitarstjórnarmálum, stjórnsýslunni og þekkingargeiranum var á dagskrá ráðstefnunnar. Ráðstefnustjóri var Guðveigar Eyglóardóttir, formaður SSV.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta