Styrkhafar Rannsóknasjóðs Háskólans á Bifröst 17. desember 2021

Styrkhafar Rannsóknasjóðs Háskólans á Bifröst

Fjórir styrkir voru veittir úr Rannsóknasjóði Háskólans á Bifröst í desember en alls bárust fimm umsóknir til sjóðsins. Til umráða voru 3 milljónir króna en heildarupphæð styrkumsókna var 4.497.860 krónur. Alls nam styrkupphæðin 1.663.170 krónur, en það sem eftir stendur í sjóðnum mun bætast við næstu styrkúthlutun sjóðsins sem verður í apríl 2022.

Þeir sem hlutu styrk úr sjóðnum eru:

- Elín Jónsdóttir, deildarforseti lagadeildar, hlaut styrk til að straum af ferðakostnaði vegna undirbúnings á bókinni Nordic Company Law: Broadening the Horizon að upphæð 246.940 krónur.

- Dr. Francesco Macheda, dósent við félagsvísindadeild, hlaut styrk til að upphæð 438.000 krónur til halda áfram eftirfarandi verkefnum: Orkuskipti og grænar fjárfestingar í Kína og Norður Evrópu; áhrif Parísarsamkomulagsins frá árinu 2015 á alþjóðlega stöðu; fjármögnun til að heimsækja Tæknistofnun Austurríkis (Austrian Institute of Technology) og til að prófarkalesa þrjár ritrýndar greinar sem eru í vinnslu.

- Jón Snorri Snorrason, lektor við viðskiptafræðideild, hlaut styrk til áframhaldandi rannsókna á starfs- og stjórnunarháttum hjá stjórnarmönnum lífeyrissjóða og skráðra fyrirtækja í kauphöllinni að upphæð 450.000 krónur.

- Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent við félagsvísindadeild, hlaut styrk fyrir laun aðstoðarmanns vegna tilviksrannsóknar á íslenska geimgeiranum að upphæð 528.230 krónur.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta