Stefnumótunarfundur á Bifröst 28. janúar 2021

Stefnumótunarfundur á Bifröst

Í dag er haldinn stefnumótunarfundur Háskólans á Bifröst. Stjórn háskólans og framkvæmdastjórn eru saman komin í Hriflu þar sem stefnumótun skólans til næstu tíu ára er rædd.

Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor skólans segir að ekki standi til að kollvarpa stefnumótuninni en mikilvægt sé að endurskoða slíkar stefnur reglulega og þegar nýr rektor taki við þurfi að samræma hugmyndir og stefnumörkun nýs rektors og fyrri rektors. "Það er mikilvægt að saman fari stefnumörkun og framkvæmd. Við erum til dæmis að gera hér marga framúrskarandi hluti sem birtast samt ekki í stefnumörkun okkar,“ segir Margrét. „Þetta er byrjunin og svo á þessi stefnumótunarvinna eftir að ná til allra þátta starfsemi skólans.“

Rétt er að taka fram að gætt er að sóttvörnum á fundinum og samkomutakmarkanir virtar.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta