25. maí 2023
Umræðan hefur að stærstum hluta verið leidd af þingmönnum stjórnmálaflokka, forsvarsmönnum fjölmiðla og hagsmunasamtökum auglýsingastofa. Lítið hefur hins vegar farið fyrir afstöðu auglýsenda til málsins og rannsóknir á áhrifum af brotthvarfi RÚV af markaði á auglýsendur hafa fram að þessu verið fáar.
Farið verður yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar á málstofu, sem viðskiptadeild Háskólans á Bifröst heldur í samstarfi við ÍMARK og Samband íslenskra auglýsingastofa, SÍA, næstkomandi þriðjudag, þann 30. maí, kl. 09:00-10:30.
Yfirskrift málstofunnar er Viðbrögð auglýsenda ef RÚV verður tekið af auglýsingamarkaði. Af hálfu Háskólans á Bifröst taka til máls Brynjar Þór Þorsteinsson, lektor og Ragnar Már Vilhjálmsson, dósent. Að kynningu lokinni á niðurstöðum rannsóknarinnar taka svo valkunnir stjórnendur þátt í pallborðsumræðum. Þau eru Hjalti Harðarson, markaðsstjóri Landsbankans, Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1, Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá VÍS og Þorgrímur Ingason, birtingastjóri Birtingahússins.
Staða RÚV á auglýsingamarkaði
Líkleg viðbrögð auglýsenda við brotthvarfi RÚV af auglýsingamarkaði er viðfangsefni nýrrar rannsóknar sem Ragnar Már Vilhjálmsson, aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, hefur leitt.
Rannsóknin var gerð á meðal markaðsstjóra hér á landi í lok apríl sl. og beinist að viðhorfum þeirra til viðfangsefnisins m.t.t. þátta á borð við skiptingu markaðsfjár og breyttra áherslna í birtingastarfi.
Veruleg umræða hefur, sem kunnugt er, átt sér stað undanfarin ár um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Snýst umræðan í meginatriðum um það, hvort ríkisrekinn miðill eigi að starfa á auglýsingamarkaði í samkeppni við einkarekna fjölmiðla.
Rannsóknin var gerð á meðal markaðsstjóra hér á landi í lok apríl sl. og beinist að viðhorfum þeirra til viðfangsefnisins m.t.t. þátta á borð við skiptingu markaðsfjár og breyttra áherslna í birtingastarfi.
Veruleg umræða hefur, sem kunnugt er, átt sér stað undanfarin ár um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Snýst umræðan í meginatriðum um það, hvort ríkisrekinn miðill eigi að starfa á auglýsingamarkaði í samkeppni við einkarekna fjölmiðla.
Umræðan hefur að stærstum hluta verið leidd af þingmönnum stjórnmálaflokka, forsvarsmönnum fjölmiðla og hagsmunasamtökum auglýsingastofa. Lítið hefur hins vegar farið fyrir afstöðu auglýsenda til málsins og rannsóknir á áhrifum af brotthvarfi RÚV af markaði á auglýsendur hafa fram að þessu verið fáar.
Farið verður yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar á málstofu, sem viðskiptadeild Háskólans á Bifröst heldur í samstarfi við ÍMARK og Samband íslenskra auglýsingastofa, SÍA, næstkomandi þriðjudag, þann 30. maí, kl. 09:00-10:30.
Yfirskrift málstofunnar er Viðbrögð auglýsenda ef RÚV verður tekið af auglýsingamarkaði. Af hálfu Háskólans á Bifröst taka til máls Brynjar Þór Þorsteinsson, lektor og Ragnar Már Vilhjálmsson, dósent. Að kynningu lokinni á niðurstöðum rannsóknarinnar taka svo valkunnir stjórnendur þátt í pallborðsumræðum. Þau eru Hjalti Harðarson, markaðsstjóri Landsbankans, Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1, Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá VÍS og Þorgrímur Ingason, birtingastjóri Birtingahússins.
Málstofan fer fram í Hyl, fundarsal á jarðhæð Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Málstofan verður jafnframt send út í beinu streymi sem fylgjast má með hér á Facebook-síðu háskólans.
Málstofan í Húsi atvinnulífsins er öllum opin. Húsið opnar kl. 08:30.
Sjá dagskrá málstofunnar (pdf)
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta