Spennandi nýnemadagar framundan 18. ágúst 2021

Spennandi nýnemadagar framundan

Nýnemadagar Háskólans á Bifröst hefjast á morgun, fimmtudag og standa yfir næstu tvo daga. Nálgast má upplýsingar og nauðsynlega hlekki á Uglunni. Fjöldi áhugaverðra viðburða verða í boði staðbundið fyrir nemendur í bæði grunnnámi og meistaranámi, en á báðum skólastigum fer annar af þessum tveimur nýnemadögum fram á Bifröst og hinn á netinu.

Á meðal áhugaverðra vinnustofa fyrir nemendur á meistarastigi má nefna mögulegt offramboð á stefnum í menningargeiranum, í umsjón prófessors Njarðar Sigurjónssonar og mannauðsstjórnun á tímum sjálfvirknivæðingar, sem Arney Einarsdóttir, dósent, sér um.

Úr staðbundinni dagskrá grunnnema má svo nefna fyrirlestur Brynjars Þórs Þorsteinssonar, lektors, um samningatækni, Eigum við ekki að klára þennan díl! og umfjöllun Magnúsar Árna Skjöld Magnússonar, dósents, um stöðu kvenna í Afganistan í ljósi atburða síðustu daga.

Bifrastarhlutinn af dagskrá meistaranema fer fram á morgun, fimmtudag og á föstudag verða grunnnámsnemar svo með sinn hluta dagskrárinnar á staðnum á Bifröst.

Nýnemadagar marka upphaf námsvetrar og eru fyrir marga mikilvægur liður í því að byrja námið vel og örugglega. 

Dagskrá með hlekkjum á viðburði má nálgast á Uglunni. Allir viðburðir eru einnig í boði á Teams.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta