Skiptinemar á Bifröst
Á hverju ári sækist hópur nemenda víðsvegar um heim eftir því að stunda skiptinám við Háskólann á Bifröst. Skiptinemarnir nú á haustönn eru alls 31 og með mjög fjölbreyttan bakgrunn. Í hópnum eru fjórir nemendur frá Kóreu, tveir frá Japan og Singapore en einnig sitt hvor nemandinn frá Kanada og Pakistan. Aðrir skiptinemar koma alls staðar að úr Evrópu þ.m.t. Spáni. Það vill svo skemmtilega til að spænski skiptineminn er handboltadómari í heimalandinu og hefur henni verið boðið að dæma þrjá leiki í 2. deild meistaraflokks karla hérlendis í vetur.
Skiptinemarnir hafa verið einstaklega líflegir og virkir í samfélaginu á Bifröst á þessari önn. Tekin hefur verið upp sú nýbreytni að fá tvo skiptinema til að sitja í skemmtinefnd skólans. Þar hafa þeir staðið sig með prýði og eru allir hlutaðeigandi ánægðir með þessa nýbreytni.
Skiptinám á Bifröst hefur notið mikilla vinsælda og farið vaxandi síðustu ár m.a. með tilkomu sumarskólans og aukins framboðs á námi. Þá hafa skiptinemarnir á Bifröst einnig notið þess að búa í nálægð við fallega náttúru á Bifröst og þess að geta stundað útivist og skoðað fallega staði í nærumhverfi háskólans.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta