Skipaður í dómnefnd hjá ÍMARK
Ragnar Már Vilhjálmsson, aðjunkt í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst, hefur verið skipaður í dómnefnd hjá ÍMARK vegna vals á markaðsmanneskju ársins.
Valið verður tilkynnt þann 6. febrúar næstkomandi, en titilinn hlýtur sú markaðsmanneskja sem sýnt hefur framúrskarandi árangur í markaðsstarfi á tímabilinu, 2 ár aftur í tímann.
Auk Ragnars eiga sæti í dómnefndinni Andrés Jónsson, hjá Góðum samskiptum, Arndís Huld Hákonardóttir, forstöðumaður markaðsmála og PR hjá Bláa lóninu, Erling Ágústsson, markaðsfulltrúi hjá Morgunblaðinu, Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi Blush og markaðsmanneskja ársins 2021, Gísli S. Brynjólfsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair, Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, Katrín M. Guðjónsdóttir, stjórnarformaður ÍMARK og Kristján Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Hér og nú.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta