Skattlagning fyrirtækja í orkuframleiðslu
Háskólinn á Bifröst og rannsóknasetur í byggða- og sveitarstjórnarmálum hafa sent frá sér skýrslu um greiningu á tilteknum þáttum vegna skattlagningar og gjaldtöku í tengslum við orkuframleiðslu á Íslandi og í Noregi. Höfundar eru Kjartan Broddi Bragason og dr. Vífill Karlsson.
Skýrslan inniheldur úttekt á stöðu skattlagningar af fyrirtækjum í orkuframleiðslu á Íslandi og í Noregi og greiningu á því hvernig fyrirkomulagið í Noregi kæmi út á Íslandi ef sambærileg eða svipuð skattlagning ætti sér stað fyrir fyrirtæki í orkuframleiðslu á Íslandi.
Niðurstaða skýrslunnar er að norsk orkufyrirtæki eru skattlögð á annan hátt en önnur fyrirtæki í Noregi og með öðrum hætti en gerist á Íslandi. Áætlað er að skattar á íslensk orkufyrirtæki hefðu verið nærri þrefalt hærri á árunum 2018-2021 ef norskar skattreglur hefðu gilt fyrir fyrirtæki í orkuframleiðslu á Íslandi.
Haft er eftir Guðlaugi Þóri Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í frétt í Morgunblaðinu (24.04.2023) að skýrsla rannsóknasetursins hafi verið kynnt á ríkisstjórnarfundi í síðstliðinni viku. Þá hafi sú tillaga ráðherrans jafnframt verið samþykkt, að skattaumhverfi orkufyrirtækja verði endurskoðað með tilliti til þess að nærsamfélög njóti orkuframleiðslu betur efnhagslega.
Skýrsla rannsóknasetursins var unnin fyrir umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið og er hluti af stærra verkefni sem miðar að því að undirbúa setningu sérstakra laga um vindorku á Íslandi. Starfshópur hefur skilað stöðuskýrslu um það verkefni og er skýrsla Háskólans á Bifröst unnin í tengslum við þann undirbúning.
Sjá skýrslu Rannsóknaseturs í byggða- og sveitarstjórnarmálum
Upplýsingar um stöðuskýrslu starfshópsins og tengdar skýrslur fá finna hér
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta