Stjórn Rannsóknaseturs skapandi greina í Grósku í gær. Anna Hildur heldur á skýrslunni Sköpunarkrafturinn - orkugjafi 21. aldar.

Stjórn Rannsóknaseturs skapandi greina í Grósku í gær. Anna Hildur heldur á skýrslunni Sköpunarkrafturinn - orkugjafi 21. aldar.

13. júní 2023

Skapandi greinar í sókn

Formlegri stofnun Rannsóknaseturs skapandi greina (RSG) var fagnað í gær á opnum kynningarfundi í húsakynnum CCP. Að  kynningunni stóð Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Stofnaðilar RSG eru Háskólinn á Bifröst, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Hólum.

Að loknu ávarpi ráðherra kynnti Anna Hildur Hildibrandsdóttir skýrsluna Sköpunarkrafturinn – orkugafi 21.aldar, þar sem gerð er grein fyrir störfum undirbúningsstjórnar rannsóknasetursins. Þá veitir skýrslan ásamt viðaukum yfirgripsmikla mynd af núverandi stöðu skapandi greina hér á landi

Í máli Önnu Hildar kom jafnframt fram að skapandi greinar eru í mikilli sókn hér á landi, en óvenjumikill vöxtur hefur mælst í skapandi störfum samanborið við t.a.m. Ástralíu og Bretland, svo að dæmi séu tekin. Þá eru gerðar tillögur að úrbótum á öllum þeim sviðum skapandi greina sem tekin eru fyrir.

Auk stofnaðila eiga sæti í stjórn fulltrúar skapandi greina og menningar- og viðskiptaráðuneytis. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst er stjórnarformaður og fulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytisins ásamt Kristrúnu Heiðu Hauksdóttur, sérfræðingi í ráðuneytinu.

Aðrir stjórnarmenn eru Halla Helgadóttir, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, fulltrúi Samtaka skapandi greina, Laufey Haraldsdóttir, lektor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum, Hulda Stefánsdóttir, sviðsforseti akademískrar þróunar í Listaháskóla Íslands, Stefán Hrafn Jónsson, forseti félagsvísindasvið Háskóla Íslands og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, forseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst og Eyjólfur Guðmundsson, rektor, Háskólans á Akureyri (vantar á myndin hér að ofan)

Nálgast má skýrsluna Sköpunarkrafturinn - orkugjafi 21. aldar ásamt viðaukum á www.bifrost.is/skopunarkrafturinn

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta