Styrkþegar ársins 2023. Dr. Vífill Karlsson, lengst til hægri, var mættur fyrir hönd Rannsóknaseturs byggða- og sveitarstjórnarmála og Bjarka Þórs.

Styrkþegar ársins 2023. Dr. Vífill Karlsson, lengst til hægri, var mættur fyrir hönd Rannsóknaseturs byggða- og sveitarstjórnarmála og Bjarka Þórs.

3. maí 2023

Sjálfsmynd íbúa sveitarfélaga rannsökuð

Dr. Bjarki Þór Grönfeldt hefur ásamt Rannsóknasetri í byggða- og sveitarstjórnarmálum hlotið styrk til rannsóknar á sjálfsmynd íbúa. Styrkurinn er veittur úr Byggðarannsóknarsjóði, en úthlutun úr honum fór nýverið fram á aðalfundi Byggðastofnunar.

Það kom í hlut Kjartans Ólafssonar, stjórnarformanns rannsóknasjóðsins að afhenda styrki ársins 2023, en alls hlutu fimm verkefni styrk. Umsóknafrestur var til 1. mars sl. og bárust alls 27 umsóknir. Til úthlutunar voru 10 m.kr.  sem skiptust þannig milli eftirfarandi fimm verkefna:

  • Hvernig er hægt að auka jákvæðan byggðabrag með aðferðafræði félags- og samfélagssálfræði? Rannsókn á félagslegri sjálfsmynd íbúa í íslenskum sveitarfélögum. Háskólinn á Bifröst, Bjarki Þór Grönfeldt. Styrkupphæð: 2.500.000 kr.
  • Ábyrg eyjaferðaþjónusta - sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á eyjum á norðurslóðum. Ferðamáladeild Háskólans á Hólum (FHH), Ingibjörg Sigurðardóttir og Laufey Haraldsdóttir. Styrkupphæð: 2.500.000 kr.
  • Líðan og seigla íslenskra bænda. RHA - Rannsóknamiðstöð HA, Bára Elísabet Dagsdóttir. Styrkupphæð: 2.300.000 kr.
  • Félagsleg staða og ójöfnuður í heilsu. Sigrún Ólafsdóttir, HÍ. Styrkupphæð: 1.300.000 kr.
  • Bolmagn íslenskra sveitarfélaga í skipulagsmálum. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, HÍ. Styrkupphæð: 1.300.000 kr.

Nánar upplýsingar á fréttavef Byggðastofnunar

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta