Sanngjörn saksókn forréttindahópa
Rannsóknaverkefni Hauks Loga Karlssonar, Sanngjörn saksókn forréttindahópa: greining á hrunreynslu Íslands, hefur hlotið verðskuldaða athygli.
Verkefnið, sem er styrkt af Rannsóknasjóði Rannís, beinist að þeim kerfislægum hindrunum sem komið geta í veg fyrir að einstaklingar sem tilheyra pólitískum forréttindahópum eða elítum séu sóttir til saka, gerist þeir brotlegir við lög.
Tímarit lögfræðinga birti nú í sumar grein eftir Hauk sem fjallar um þann huta rannsóknarinnar er snýr að ráðherraábyrgð og hveru lítt eða illa skilgreint það ferli er sem haft er við undirbúning málshöfðunar gegn ráðherrrra fyrir landsdómi.
Þá er í greininni einnig bent á að sama ákæruregla ætti að gilda um refsiábyrgð ráðherar og almennra borgara og að gera megi ríkari kröfur um hæfni þeirra sem hlotið geti kosningu í Landsdóm.
Í tilefni af birtingu greinarinnar var birt viðtal við Hauk Loga á vef Háskóla Íslands. Þar segir hann m.a. að ráðherrar tilheyri elítuhópi innan samfélagsins og eru af þeim sökum ekki sóttir til saka vegna brota í starfi eftir sömu reglum og aðrir landsmenn.
„Því kann sú spurning að vakna hvort það hafi einhverja þýðingu með tilliti til sanngirni gagnvart þessum hópi fólks, sem gæti þurft að sæta saksókn eftir sérstökum reglum, og gagnvart almenningi sem býr við hefðbundnar reglur sakamálaréttarfars.“
Greinin, sem nefnist Hlutverk Alþingis í réttarfari ráðherraábyrgðarmála, er nú loks aðgengileg öllum á vefnum Opin vísindi.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta