
Rannsóknasetur skapandi greina í samstarfi við CCP býður í samtal um listræna stjórnun.
22. september 2025Samtal um listræna stjórnun
Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) í samstarfi við CCP býður í samtal um skapandi greinar fimmtudaginn 2. október klukkan 8:30-10:00 í húsakynnum CCP Í Grósku, 3. hæð, að Bjargargötu 1, 102 Reykjavík. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er Listræn stjórnun og fundarstjóri er Erla Rún Guðmundsdóttir, forstöðukona RSG. Viðburðurinn fer fram á íslensku og erindum verður streymt.
Í kjölfar erinda lýkur streyminu og opnað verður fyrir umræður meðal fundargesta.
Samtal um skapandi greinar er röð óformlegra funda sem RSG stendur að í samvinnu við CCP. Með fundaröðinni vill RSG skapa samræðuvettvang áhugafólks um skapandi greinar með því að tengja saman hagaðila í einkageiranum, akademíunni og frá stofnunum og stjórnsýslunni og efla þannig umræðuna um menningu og skapandi greinar.
Sætaframboð er takmarkað og því nauðsynlegt er að skrá mætingu (á staðinn).
Skráningu lýkur kl. 14 miðvikudaginn 1. október.
Skráningarhlekk og nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á vef Rannsóknaseturs skapandi greina.
Skráningarhlekk og nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á vef Rannsóknaseturs skapandi greina.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta