Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA.

Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA.

2. maí 2022

Samkaup handhafi Menntaverðlauna atvinnulífsins 2022

Samkaup hlutu nýverið Menntaverðlaun atvinnulífsins 2022. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins verðlaunin, sem eru veitt árlega á Menntadegi atvinnulífsins. 

Verðlaunin voru nú afhent í níunda sinn, en þau hljóta fyrirtæki sem þykja skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Er þetta jafnframt í annað sinn sem Samkaup hlýtur þessi verðlaun.

Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a. að ljóst sé að Samkaup leggi mikinn metnað í vera eftirsóknarverður vinnustaður með markvissri uppbyggingu starfsfólks þar sem lögð er áhersla á tækifæri þess til að eflast og þroskast bæði persónulega og í starfi. Mjög jákvætt sé að sjá þá áherslu sem lögð er á fjölbreyttar menntaleiðir innan fyrirtækisins sem ná til breiðs hóps starfsfólks sem einnig miðlar þekkingunni á milli vinnustöðva innan fyrirtækisins.

Forysta til framtíðar er 12 ECTS eininga námslína við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst sem starfsfólki Samkaupa stendur til boða að taka. Námslínan er afrakstur af samstarfi háskólans og Samkaupa og geta nemendur að námi loknu fengið einingarnar metnar til grunnnáms í viðskiptafræði. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta