Rektor heimsækir samstarfsskóla í Istanbul 13. desember 2017

Rektor heimsækir samstarfsskóla í Istanbul

Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst heimsótti nýverið Istanbul Aydin háskólann í Istanbul en er hann einn af fjölmörgum samstarfsskólum háskólans. Þar fundaði rektor með aðstandendum háskólans og ræddir voru mögulegir samstarfsfletir á milli háskólanna tveggja. Einkum voru ræddir möguleikar á nemendaskiptum og gagnkvæmum heimsóknum kennara og annars starfsfólks en um 10% nemenda skólans eru erlendir. Einnig flutti rektor sérstaka kynningu á fjarnámi Háskólans á Bifröst og þeim kennsluháttum sem háskólinn hefur tileinkað sér. Tyrkneskir háskólar hafa ekki þjónað fólki á vinnumarkaðnum í sama mæli og Háskólinn á Bifröst gerir en fjarnám er góð leið til þess. Istanbul Aydin háskólinn var stofnaður á árinu 2003 og er einn af nýju háskólunum í Tyrklandi. Þar eru nú 46.000 nemendur en skólinn hefur verið í örum vexti. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta