Rasismi er umfangsmikið vandamál á Íslandi
„Ég í alvörunni vissi ekki að rasismi væri svona mikill og alvarlegur á Íslandi, fyrr en ég fór að sjá þessi skilaboð sjálf eða komment sem eru skrifuð um mig,“ segir Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður í nýjasta þætti Hriflunnar.
Hafa ummæli þessarar ungu varaþingkonu Pírata vakið verðskuldaða athygli, en þau féllu í umræðum sem spunnust um kynþáttahyggju og kynþáttafordóma hér á landi í 2. þætti Hriflunnar sem er fór í almenna dreifingu í gær.
Auk Lenyu Rúnar ræddi dr. Magnús Skjöld, dósent við félagsvísindadeild og ristjóri Hriflunnar, við dr. Njörð Sigurjónsson, prófessor og forseta félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst og Andra Snæ Magnason, en megin viðfangsefni þáttarins var hvernig við nálgumst erfið mál og átakamál sem setja mark á umræðuna hverju sinni.
Hriflan er nýtt hlaðvarp gefið út af félagsvísindadeild Háskólansá Bifröst, helgað gagnrýninni umræðu um viðburði líðandi stundar. Fræðilegan bakgrunn sækir hlaðvarpið til HHS, sérhæfðrar námslínu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta