Frá undirrituninni (f.v.) Margrét Jónsdóttir Njarðvík, Helga Sigrún Harðardóttir og Þórný Hlynsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur Háskólans á Bifröst.
8. janúar 2024Rafrænt aðgengi að stöðlum
Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, undirritaði nýlega samning við Staðlaráð Íslands um rafrænt aðgengi að stöðlum til notkunar við kennslu. Helga Sigrún Harðardóttir skrifaði undir samninginn fyrir hönd Staðlaráðs.
Staðlaráð hefur áður gert slíkan samning við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Í samningnum felst að kennarar geta nú óskað eftir tímabundnum lesaðgangi að stöðlum fyrir nemendur, en góð þekking á stöðlum getur verið mikilvægur liður í fjölmörgum námsgreinum.
Þess má svo geta að í íslenskri staðlaskrá eru um 53.000 gildir staðlar frá m.a. alþjóðasamtökunum ISO og IEC, evrópusamtökunum CEN og CENELEC, norræna staðla undir merkjum INSTA og séríslenska og þýdda staðla frá Staðlaráði Íslands.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta