22. maí 2023

Rafrænir reikningar

Þeim aðilum, sem gefa út reikninga á Háskólann á Bifröst, er vinsamlegast bent á að nota til þess gerðan hnapp á vefforsíðu háskólans, merktan Rafrænir reikningar, ef ekki er mögulegt að senda reikninga í gegnum bókhaldskerfi.

Hnappinn ásamt öðrum flýtileiðum er að finna hægra megin á forsíðunni. Samhliða hefur viðtöku reikninga á pappír eða pdf formi verið hætt. 

Rétt er að árétta að útgefandi reiknings heldur frumriti hjá sér þar sem hér er eingöngu um sendingarmáta að ræða. Reikningar berast með öðrum orðum ekki bókhaldskerfi háskólans með þessu móti.   

Margt ávinnst þó engu að síður. Rafrænir reikningar eru afar öruggur sendingarmáti og auk þess mun fljótari að berast, en reikningar á pappír. Þá eru rafrænir reikningar mun umhverfisvænni innheimta en hefðbundinn bréfpóstur.  

 Ef óskað er frekari upplýsinga eða leiðbeininga, vinsamlegast hafið samband við Önnu Reynis, fjármálastjóra, á fjarmalastjori@bifrost.is.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta