Opnir kynningarfundir
Fagstjórar standa þessa dagana fyrir opnum kynningarfundum í beinu streymi á Facebook-síðu háskólans, þar sem einnig má svo nálgast upptökur af kynningunum að þeim loknum.
Á næstu dögum verða sendir út kynningarfundir um meistaranám í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun og án áherslu. Þá verður einnig sendur út kynningarfundur á grunnnámi í viðskiptafræði ásamt áherslunum á fjármálastjórnun, sjálfbærnistjórnun, verkefnastjórnun og viðskiptagreind, en nemendur í viðskiptafræði geta valið um allt að tvær áherslur í námi sínu.
Er þá ótalin kynning á Skapandi greinum og opinberri stjórnsýslu.
Þau sem eru að velta fyrir sér námi næsta haust ættu að því að skella sér á viðburðasíðu Háskólans á Bifröst á FB, þar sem nálgast má upplýsingar um næstu kynningar.
Á sjálfri FB síðui háskólans má svo horfa upptökur af þeim kynningum sem komnar eru, s.s. um grunnnám í viðskiptalögfræði, meistaranám í viðskiptalögfræði, meistaranámi í menningarstjórnun og síðast en ekki síst kynningu á stjórnvísindum, nýrri og áhugaverðri námslínu í grunnnámi við félagsvísindadeild.
Þá gefur einnig að líta kynnigu á BS námi í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði, samfélagsmiðlamarkaðssetningu, þjónustfræði og verslunarstjórnun og meistaranámi í forystu og stjórnun, bæði án áherslu og með áherslu á mannauðsstjórnun.
Lærðu heima og njóttu þess að vera í sveigjanlegu námi.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta