Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Gulleggið 2015 21. nóvember 2014

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Gulleggið 2015

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í frumkvöðlakeppnina Gulleggið 2015 
Keppnin, sem var fyrst haldin árið 2008, hefur alið af sér fjöldann allan af sprotafyrirtækjum sem sum hver eru orðin að stórum og þekktum fyrirtækjum hér á Íslandi.

Í fyrra var metþátttaka, en þá komu inn 377 hugmyndir en alls hafa 1.703 hugmyndir borist í keppnina frá upphafi. Dæmi um þátttakendur síðustu ára eru Clara, Meninga, Pink Iceland, Remake Electric, Nude magazine, Videntifier, Róró, Silverberg, Gracipe og mörg fleiri.

Meginmarkmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja. Þannig er keppnin orðin gæðastimpill á viðskiptahugmyndir og fyrir frumkvöðla sem munu á næstu árum laða að enn fleiri fjárfesta, skapa ný störf og verðmæti fyrir íslenskt samfélag.

Gulleggið er gott tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma hugmyndum sínum á framfæri og gera úr þeim raunverulegar og markvissar áætlanir sem miða að stofnun fyrirtækja. Samhliða keppninni er þátttakendum í samstarfsháskólum Klak Innovit boðið upp á námskeið, ráðgjöf og aðstoð sérfræðinga. 

Frá mótun hugmyndar til áætlanagerðar og þjálfunar í samskiptum við fjárfesta. Keppnin er opin fyrir alla, með og án hugmyndar.

Háskólinn á Bifröst er þátttakandi í Gullegginu og hér að neðan má sjá stutt myndband um keppnina og hlutverk verkefnastjórnar.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta