17. október 2022
Opnað fyrir umsóknir 1. nóv.
Umsóknarfrestur vegna vorannar 2023 hefst 1. nóvember og verður tekið við umsóknum til og með 10. desember nk.
Á það við um bæði námsstig, grunnnám og meistaranám.
Nálgast má allar almennar upplýsingar um námslínur og einstök námskeið hér á vef háskólans. Nánari upplýsingar má svo nálgast í kennsluskrá Háskólans á Bifröst 2022-2023. Einnig má senda fyrirspurnir með tölvupósti á verkefnastjórna einstakra deilda.
Sótt er um í öll námskeið á Uglu, innri vef Háskólans á Bifröst.
Benda má svo nýnemum á Bifrastarhjólið, en það veitir á einfaldan og fljótlegan hátt yfirsýn yfir það nám sem er í boði á Bifröst.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta