Opið fyrir umsóknir vegna vorannar 2022 8. nóvember 2021

Opið fyrir umsóknir vegna vorannar 2022

Opnað hefur verið fyrir umsóknir hjá Háskólanum á Bifröst vegna vorannar 2022. Umsóknarfrestur er til og með 10. desember nk. Í boði eru að vanda fjölbreyttar námsbrautir á bakkalár- og meistarastigi.

Af vinsælum námsgreinum má nefna viðskiptafræði, mannauðsstjórnun og verkefnastjórnun, svo að dæmi séu tekin. Þá má einnig minna á lögfræðideild háskólans, en viðskiptalögfræði hefur notið vaxandi vinsælda undanfarin misseri.

Þá má einnig minna á meistaranámið okkar í menningarstjórnun, auk þess sem diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun hefur einnig verið að vekja verðskuldaða athygli.

Hvert sem hugurinn stefnir, þá má mælum við með því að áhugasamir kynni sér námsframboðið. Það er aldrei og seint að mennta sig.

Sjá námsframboð Háskólans á Bifröst

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta