Þetta ljósmynd er af rektorum háskólanetsins og var tekin þegar þeir komu saman á fundi í Barcelona. Rektor Háskólans á Bifröst er næst lengst til hægri.
28. júní 2024OpenEU fer af stað – fyrsti áfanginn í átt að al-evrópskum opnum háskóla
OpenEU mun stuðla að stafrænnri umbreytingu háskólastofnana og samþættingu tæknilausna í kennslu og námi.
OpenEU er eitt þeirra 14 samstarfsverkefna sem hlutu styrk í nýjustu úthlutun Evrópusambandsins innan Evrópska háskóla samstarfsnetsins.
Markmið OpenEU, sem fyrsta al-evrópska opna háskólans, er að styrkja stafræna, græna og félagslega vídd evrópska háskólasvæðisins (EHEA) með því að veita öllum aðgang að hágæða háskólamenntun og símenntun, tryggja aðgengilegar og sjálfbærar alþjóðlegar námsreynslur og stuðla að stafrænnri umbreytingu háskólastofnana.
Evrópusambandið hefur ákveðið að styðja OpenEU sem hluta af evrópska samstarfsnetsins og valdi verkefnið úr hópi 56 umsókna evrópskra samstarfsneta. OpenEU getur nú hafið starf sitt af fullum krafti með styrk upp á tæplega 14,4 milljónir evra. Samstarfið sameinar leiðandi evrópska opna og fjarnámsháskóla ásamt fimm staðnámsháskólum sem hafa skuldbundið sig til að efla stafræna umbreytingu sína. Samhliða því leggja þau áherslu á námsumhverfi sem er nemendamiðað, inngildandi, stafrænt og grænt – í samræmi við markmið EHEA um að enginn verði skilinn eftir.
UOC mun leiða verkefnið næstu fjögur árin. Àngels Fitó, rektor UOC og forseti OpenEU-samstarfsins, sagði:
„OpenEU er einstakt tækifæri til að auka umfang og áhrif opinna háskóla og fjarnámsháskóla í Evrópu. Það er mikill heiður að leiða samstarfið, sem gerir okkur kleift að efla stórt alþjóðlegt samfélag námsmanna, styrkja samstarf við samfélagsaðila, fyrirtæki og önnur samtök, og örva nýsköpun í stafrænum kennsluháttum. Þetta verkefni mun færa okkur nær nútímalegri útgáfu af Evrópska háskólasvæðinu sem verður burðarás símenntunar í álfunni.”
Stofnun al-evrópsks opins háskóla
OpenEU byggir á sameiginlegri reynslu samstarfsaðila til að styrkja EHEA með því að nýta möguleika stafrænna lausna og skapa opinn háskóla fyrir alla, hvar sem er og hvenær sem er – óháð búsetu, tíma eða persónulegum aðstæðum.
OpenEU stendur að baki meira en 368.000 háskólanemum (meirihlutinn eru ekki hefðbundnir háskólanemar; meðalaldur þeirra er 36 ár og 84% stunda nám samhliða vinnu), yfir 709.000 útskrifuðum nemendum og 24.000 starfsmönnum. Samstarfið er svarið við helstu áskorunum EHEA: stafrænni umbreytingu háskólastofnana, aukinni inngildingu og jöfnuði í námi, og brýnni þörf fyrir fjölbreytta möguleika í símenntun.
Samstarfsskólar OpenEU
Samstarfið nær til 14 háskóla víðs vegar um Evrópu ásamt 13 tengdum samstarfsaðilum. Kjarnahópurinn samanstendur af átta leiðandi evrópskum opnum og fjarnámsháskólum og tveimur staðnámsháskólum:
- Universitat Oberta de Catalunya (Spánn)
- Universidad Nacional de Educación a Distancia – UNED (Spánn)
- Open Universiteit Nederland (Holland)
- FernUniversität in Hagen (Þýskaland)
- Open University of Cyprus
- Hellenic Open University (Grikkland)
- Háskólinn á Bifröst (Ísland)
- St Cyril and St Methodius University in Veliko Tarnovo (Búlgaría)
- Universidade Aberta (Portúgal)
- Daugavpils University (Lettland)
Auk þessarra skóla taka þátt samstarfsháskólar frá Bretlandi (Open University), Albaníu (Fan S. Noli University), Úkraínu (Ukrainian Engineering Pedagogics Academy) og Norður-Makedóníu (MIT University).
Þrjú helstu alþjóðlegu háskólanetin – EADTU, IAU og UNIMED – styðja við þróun OpenEU með sérfræðiþekkingu og miðlun niðurstaðna. Einnig taka þátt hið franska FIED, frönsk regnhlífarsamtök háskóla sem sérhæfa sig í fjarnámi. Fjöldi atvinnulífs- og nýsköpunarklasa á Evrópuvísu styður verkefnið, þar á meðal Brightlands Smart Services Campus (Holland), BIA, ein stærstu samtök atvinnulífsins í Búlgaríu, Mentoring Europe, SECARTYS (Spánn), Stifterverband (Þýskaland) og Digital National Alliance (Búlgaría).
Að lokum munu EUROCITIES, tengslanet yfir 200 borga í 38 löndum, og ELARD, samtök meira en 2.500 staðbundinna þróunarhópa, tengja verkefnið við þarfir staðbundinna samfélaga.
Sameiginleg framtíðarsýn, tíu markmið og fjögur ár til framkvæmda
OpenEU sameinar framtíðarsýn og reynslu tíu háskóla sem hver um sig er rótfastur í sínu samfélagi. Samstarfið hefur sett sér tíu markmið sem ná skal fram á næstu fjórum árum:
- Byggja upp traustan og sjálfbæran al-evrópskan opinn háskóla.
- Efla nýsköpun í námskrám, námsleiðum og matsaðferðum, með sérstakri áherslu á stöflanleg örnám sem leiða til formlegra prófgráða.
- Styrkja símenntun og atvinnuhæfni um alla Evrópu með sveigjanlegum námsleiðum sem taka mið af þörfum samfélags og vinnumarkaðar.
- Auka þátttöku jaðarsettra hópa, t.d. flóttafólks, innflytjenda, kvenna í STEM, fatlaðs fólks og íbúa dreifbýlis.
- Tryggja gæði stafræns náms og nýrra kennsluhátta með fjölgreina rannsóknar- og nýsköpunarstarfi.
- Hraða stafrænnni umbreytingu háskólastofnana í Evrópu með miðlun reynslu og lausna OpenEU.
- Auka alþjóðavæðingu með sveigjanlegum og nýstárlegum skiptinámsmöguleikum sem henta óhefðbundnum nemendum.
- Efla þekkingarsköpun og miðlun þvert á háskóla með áherslu á stafræna umbreytingu, loftslagsmál og lýðræði.
- Auka samfélagsáhrif háskóla með virku samstarfi við vinnumarkað og samfélag.
- Efla evrópsk gildi með samstarfamenningu sem byggir á gæðum, fjölbreytileika, inngildingu, opnum aðgangi að þekkingu og sjálfbærni.
Um samstarfið
European Universities Initiative hefur það markmið að efla stofnanir háskólastigsins með áður óþekktum og djúpstæðum leiðum til samstarfs. Í dag starfa 64 evrópsk háskólasamstarf innan áætlunarinnar og ná þau markmiði ESB um að koma á fót að minnsta kosti 60 slíkum samstarfshópum fyrir árið 2024.
OpenEU er fyrsta samstarfsnetið þar sem opnir og fjarnámsháskólar gegna leiðandi hlutverki til að auka aðgengi að háskólanámi í Evrópu.
OpenEU er styrkt af Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ European Universities Alliances.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta