Okkar hlutverk að vera gagnrýnin og spyrja spurninga
Fjallað var um nýja menningarstefnu Reykjavíkurborgar afar á vel sóttu málþingi sem Háskólinn á Bifröst og Reykjavíkurborg gengust sameiginlega fyrir í gær í Borgarbókasafninu Úlfarsárdal.
„Okkar hlutverk er að vera gagnrýnin og spyrja spurninga,” sagði Dr. Njörður Sigurjónsson, forseti félagsvísindadeildar og prófessor við Háskólann á Bifröst. Njörður er jafnframt fagstjóri meistaranáms í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og hefur hann um talsvert skeið rannsakað menningarstefnur og ólíkar áherslur yfirvalda í menningarmálum.
Yfirskrif málþingsins var Metnaðarfullar aðgerðir eða orðin tóm? og segir Njörður að þar hafi spunnist áhugaverð umræða um stöðu og gildi menningar og menningarstefnu. „Erlingur Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna, sýndi m.a. fram á mikilvægi þess að listamenn fái að ganga lausir í borgarlandslaginu og Signý Leifsdóttir, verkefnastjóri stefnumótunar og innleiðingar hjá menningar- og ferðamálasviði, krufði mjög vel margar af þeim áskorunum sem felast í því að brúa bilið á milli hugsjóna og framkvæmdar hjá stofnunum og stjórnsýslu borgarinnar.“
Erindi Njarðar beindist m.a. að inngildingu, sem einu af lykilhugtökum nýju menningarstefnunnar, sem verður lögð fram til afgreiðslu í borgarstjórn í næstu viku. Á meðal frummælenda voru jafnframt stofnendur sköpunarmiðstöðvarinnar FÚSK í Gufunesi og sögðu þau frá þeim mörgu og ólíku áskorunum sem leynst geta í grasrót menningarstarfseminnar. Þá leiddi Unnar Geir Unnarsson, deildarstjóri bókasafninu Úlfarsárdal pallborðsumræður.
Málþingið fór sem áður segir fram í Borgarbókasafninu Úlfarsárdal og var því jafnframt streymt á netinu.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta