17. mars 2022

Metnaðarfullar aðgerðir eða orðin tóm?

Dr. Njörður Sigurjónsson, rýnir leitina að sælubletti menningarstjórnmálanna, á málþingi sem meistaranámslínan í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og Reykjavíkurborg halda í sameiningu, þann 24. mars nk. 

Aðrir frummælendur ráðstefnunnar sameiginlegu eru Signý Leifsdóttir, verkefnastjóri stefnumótunar og innleiðingar hjá menningar- og ferðamálasviði, sem flytur erindið Er hægt að halda í hugsjónir í endalausum málamiðlunum og Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna. Erindi Erlings nefnist Um lausagöngu listamanna í borgarlandinu.

Þá segja Elsa Jónsdóttir og Björn Loki Björnsson, listamenn og stofnendur sköpunarmiðstöðvarinnar Fúsk í Gufunesi, frá Hverfi skapandi greina í Gufunesi. Unnar Geir Unnarsson, deildarstjóri bókasafninu Úlfarsárdal leiðir pallborðsumræður.

Erindi Dr. Njarðar á málþinginu nefnist fullum fetum Af þátttöku, aðgengi, inngildinu og fjölbreytni. Leitin að sælubletti menningarstjórnmálanna. Titillinn vísar í  drög að nýrri menningarstefnu Reykjavíkurborgar 2021-2030. Meginstefin þar eru að Reykjavíkurborg eigi að gera öllum íbúum borgarinnar kleift að njóta lista og menningar, að menningarlíf borgarinnar endurspegli fjölbreytleika mannlífsins og að öllum íbúum standi til boða að taka þátt í menningu og listum, hvort heldur sem þátttakendur eða neytendur listar.

Málþingið fer fram fimmtudaginn 24. mars, kl. 14:00 til 16:00 í borgarbókasafninu Úlfarsárdal. Því verður jafnframt streymt á FB-síðum Háskólans á Bifröst og Borgarbókasafns Reykjavíkur.

Þess má svo geta að Borgarbókasafnið í Úlfarsárdal er hluti af hverfismiðstöð sem þjónar íbúum þetta yngsta hverfis borgarinnar á sviði menntunar, menningar og íþrótta. Bókasafnið myndar að því leyti kjörinn vettvang fyrir málþing sem helgað er fjölbreyttri menningarstarfsemi. 

Fylgjast má með streymi á FB-síðu Háskólans á Bifröst hér

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta