
Ókeypis námskeið í grænni frumkvöðlastarfsemi
Hefur þú áhuga á grænum lausnum, nýsköpun og frumkvöðlastarfi?
Young Green Entrepreneurship Ecosystem er spennandi Erasmus+ námskeið í boði Háskólans á Bifröst í samstarfi við fjóra evrópska háskóla. Námskeiðið fer fram dagana 26.–29. ágúst kl. 10:00–14:30 í Vísindagörðum í Grósku og er án endurgjalds.
Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum hagnýta þekkingu og innblástur á sviði sjálfbærrar nýsköpunar, grænna lausna, fjárfestinga og vistvænnar framleiðslu. Námið fer fram í alþjóðlegu samstarfi þar sem áhersla er lögð á tengslamyndun, skapandi lausnaleit og nýsköpun sem stuðlar að grænni framtíð.
Þetta er einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja öðlast hagnýta þekkingu og innblástur á sviði sjálfbærrar nýsköpunar, grænna lausna, fjárfestinga og vistvænnar framleiðslu – í alþjóðlegu samstarfi innan Erasmus+.
Jafnframt er þetta gott tækifæri til að skapa verðmæt tengsl við fólk með svipaðan áhuga.
✔️ Þátttaka er án endurgjalds
✔️ Þátttakendur fá vottorð við lok námskeiðsins
✔️ Ekki þarf fyrri reynslu – áhugi og vilji til að læra dugar!
Nánari upplýsingar og skráning sendist á Hlyn, hlynurf [hjá] bifrost.is.
Vinsamlegast athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta