Öflugur Bifrestingur í brúnni hjá Raforkueftirlitinu
Hanna Björg Konráðsdóttir, lögfræðingur frá Háskólanum á Bifröst og farsæll stundakennari við skólann, hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra Raforkueftirlitsins. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra greindi frá skipuninni nýverið.
Hanna Björg býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á íslenskum orkumálum og stjórnsýslu, sem hún hefur miðlað til nemenda undanfarin ár sem stundakennari í orkumálarétti.
Hanna hefur víðtæka þekkingu og starfsreynslu á sviði raforkumála og raforkueftirlits. Áður var hún sviðsstjóri raforkueftirlits hjá Umhverfis- og Orkustofnun.
Háskólinn á Bifröst óskar Hönnu Björg innilega til hamingju með nýja hlutverkið.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta