Nýr markaðsráðgjafi á Bifröst 4. janúar 2021

Nýr markaðsráðgjafi á Bifröst

Atli Björgvinsson hefur verið ráðinn í hlutastarf sem markaðsráðgjafi Háskólans á Bifröst. Atli lauk BS-prófi í í viðskiptafræði með áherslu á markaðssamskipti frá Háskólanum á Bifröst og stefnir að því að ljúka meistaranámi í forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun þaðan í vor.

Atli starfar sem markaðsstjóri Icelandic Startups en vinnur auk þess með frumkvöðlum í “ævintýrum þeirra,” eins og hann orðar það sjálfur.

Hlutverk Atla verður meðal annars að annast stafræna markaðssetningu og samfélagsmiðla skólans.

Atli hefur unnið sem verktaki fyrir Háskólann á Bifröst í rúmt ár en tekur nú við föstu starfi. 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta