Nýr fagstjóri í viðskiptagreind og COST sérfræðingur
Hanna Kristín Skaftadóttir, lektor við Háskólann á Bifröst, er nýr fagstjóri fyrir nám í viðskiptagreind. Hanna Kristín tók jafnframt í júní sl. við af Dr. Hersi Sigurgeirssyni, sem sérfræðingur í evrópska COST (European Cooperation in Science & Technology) verkefninu, en það snýr að “Fintech and Artificial Intelligence in Finance - Towards a transparent financial industry.” Skipað er í stöðuna af Rannsóknarmiðstöð Íslands, RANNÍS, til tveggja ára í senn.
Tilgangur COST verkefna er að byggja upp samstarfsnet á ákveðnum rannsóknasviðum. Þátttakendur í COST verkefnum skiptast á reynslu og niðurstöðum í gegnum fundi og ráðstefnur, vinnusmiðjur og vettvangsheimsóknir. Hvert land getur tilnefnt 2 stjórnarmeðlimi. Stjórn verkefnisins fundar um tvisvar á ári víðsvegar um Evrópu og unnið er þess á milli að sameiginlegum markmiðum. Hlutverk COST sérfræðings er að fylgjast með því sem er að gerast á vísindasviði síns fagsviðs, efla tengsla- og samstarfsnet fyrir hönd síns lands og
Að vera sérfræðingur í COST verkefni veitir innsýn inn í hvaða rannsóknarverkefni sé verið að vinna að, þvert á Evrópulöndin, og sömuleiðis nýjustu rannsóknarniðurstöður fyrir sitt fagsvið. Að vera hluti af COST hóp eflir kennslu- og rannsóknarvinnu þeirra sem taka þátt því maður fær aðgengi að öðrum sérfræðingum sem geta veitt mannig hugmyndir og innblástur að hvernig sé hægt að nálgast kennsluna og öllu því nýjasta sem er í gangi hverju sinni.
Hanna Kristín er doktorsnemi í sjálfvirknivæðingu í fjárhagskerfum og á auk þess sæti í stjórn stafræns faghóps Samtaka verslunar og þjónustu og stjórn Rafmyntaráðs.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta