6. október 2023

Ný leið í háskólanámi

Örnám (e. micro credentials) eru stuttar námslínur á háskólastigi. Þar sem um háskólanám er á ræða, getur örnám verið metið til stytt­ing­ar grunn- eða meistaranáms eða til inn­töku í nám á meist­ara­stigi. 

Sérstaða örnáms er með öðrum orðum sú, að það er til ECTS eininga og lýtur því öllum þeim gæðakröfum sem gerðar eru til náms á háskólastigi hvað færni og þekkingu varðar. Þá er örnám kennt í fjarnámi við Háskólann á Bifröst og hentar því afar vel meðfram vinnu, öðru námi o.fl.

Það er Endurmenntun Háskólans á Bifröst sem heldur utan um þessar nýju og áhugaverðu námslínur. Nú þegar eru tvær örnámslínur í boði, stafræn fatahönnun annars vegar og gæðastjórnun hins vegar og eru fleiri í undirbúningi á næstu misserum.

Örnám hefur aukist hratt í Evrópu á undanförnum árum. Sú þróun er fyrir margra hluta sakir áhugaverð. Þykir þessi nýja námsleið m.a. hafa aukið sveigjanleika í námi og námsframboði á háskólastigi, auk þess að gera menntakerfinu betur kleift að svara þörfum atvinnulíf til bæði skemmri og lengri tíma litið.

Anna Jóna Kristjánsdóttir, forstöðumaður EHB: ,Þessi nýja námsleið markar að mörgu leyti vatnaskili, ekki hvað síst hvað þá strauma snerti sem liggi á milli háskólamenntunar og atvinnulífs. Við erum afar stolt af því að bjóða fyrst háskóla þessa nýju leið og horfum spennt til framtíðarinnar og þeirra miklu möguleika í námsframboði sem örnámið felur í sér."

Nánari upplýsingar um örnám og örnámsleiðir við Háskólann á Bifröst

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta