Njótum jólanna 19. desember 2022

Njótum jólanna

Háskólinn á Bifröst óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Nemendum þökkum við gott samstarf á árinu sem er að líða og hlökkum til að taka á móti bæði nýjum og núverandi Bifrestingum á næstu vorönn. 

Að venju verður skiptiborð háskólans opið á meðan endurtektarprófum stendur 19. og 20. desember. Að þeim loknum hefst jólaleyfi hjá starfsfólki háskólans og stendur það yfir 21. til 27. desember og 30. desember til 2. janúar.   

Dagana 28. og 29. desember verðum við á vaktinni á háskólaskrifstofunni og svörum tölvupóstum á bifrost@bifrost.is

Njótum jólanna, hátíð friðar og kærleiks.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta